Vatnsdeigsbollur

vatnsdeigVatnsdeigsbollur eru dásamlegar og þær ætti að borða miklu oftar en á bolludaginn. Nema hvað mér tekst aldrei að baka þær þannig að þær lyftist. Þannig að ég er orðin vön að borða klesstar vatnsdeigsbollur. Það hentar reyndar Silla mjög vel því hann vill aldrei hafa fyllingu í þeim.

Ég mun samt halda áfram að reyna við þetta undradeig þar til mér tekst þetta almennilega. Kristín systir segir að þolinmæði sé galdurinn.

Vatnsdeigsbollur

  • 2½  dl vatn
  • 125 gr smjör
  • 125 gr hveiti
  • 4-5 egg

Hitið ofninn í 170°C.

Sjóðið vatn og smjör saman í potti. Hrærið hveitið út í og kælið. Hrærið eggin út í, eitt í einu og hrærið vel á milli. Mótið klessur með skeið og bakið í 20 mínútur. Það má ALLS EKKI opna ofninn á meðan deigið er að lyftast.

Góðar á bolludaginn með súkkulaði, sultu og rjóma. Má líka fylla með annars konar kremi, söltu eða sætu.

Bræðið saman 100 gr suðusúkkulaði og 1 msk rjóma til að þekja toppinn á rjómabollum.

Hér er líka uppskrift að súkkulaði fyllingu sem er örugglega ljúffeng inni í bollunum.

Súkkulaðifylling

  • 100 gr suðusúkkulaði
  • 100 gr orange eða sterkt súkkulaði
  • 50 gr smjör, mjúkt
  • 3 egg, aðskilin
  • ½ dl rjómi, léttþeyttur
  • 25 gr. fljórsykur

Bræðið súkkulaði og smjör í vatnsbaði. Stífþeytið eggjahvítur. Blandið saman eggjarauðum, léttþeytta rjómanum og fljórsykri. Hrærið síðan eggjarauðublöndunni saman við brædda súkkulaðið. Blandið eggjahvítunum varlega saman við súkkulaðið með sleikju. Látið kremið kólna aðeins áður en það er sett í bollurnar ásamt rjóma og/eða sultu.

 

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s