Yunnan núðlur

nudlurHér eru núðlurnar hennar Lan Cao – eða réttara sagt tilraun til að líkja eftir núðlum mágkonu minnar. Hún hefur einstakt lag á kryddum og alltaf þegar ég elda réttina hennar þá verða þeir mildari og hversdagslegri. En ég skora á ykkur að fara í austurlenska sérvöruverslun og finna ykkur soja sósur og sojabaunir og annað sem þið hafið aldrei prófað og sjá hvað gerist.

Yunnan núðlur

 • Hrísgrjónanúðlur, soðnar skv. leiðbeiningum
 • Kryddblanda – myljið saman:
 • Hvítlauk
 • Chili pipar
 • Engifer
 • Kóríander
 • Basil
 • Vorlauk
 • Anís stjörnur
 • Chili sósa (sambal oelek)
 • Smokkfisk sósa
 • Lambahakk eða annað kjöt (þarf bara lítið sem grunn í sósu)
 • Sojasósa

Sjóðið núðlurnar og látið vatnið leka af. Á meðan er kryddblandan löguð.

Þegar núðlurnar eru lausar við soðvatnið þá er bætt út í þær chilisósu, kryddblöndunni og smokkfisksósu – blandið með höndunum. Stjórnið með chili pipar og chilisósu hversu sterkt þið viljið hafa þetta.

Setjið olíu í pott og steikið kjötið vel. Bætið núðlum og grænmeti út í. Hellið sojasósu yfir og hrærið vel.

Lækkið hitann og látið malla eins lengi og þið hafið tíma til (1/2 klst er ágætt). Borðið svo með bestu lyst.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s