Banitsa

banitsaBanitsa er búlgarskur ostaréttur. Búlgarir nota filo deig til að útbúa þennan rétt og ýmsa fleiri dásamlega rétti, salta og sæta. Hér er fyllingin ostur og egg og útkoman er góður smáréttur eða matarmikið meðlæti.

Ég gaf Írisi Evrópuferð í fermingargjöf og ferðin hófst í Búlgaríu. Þar lærðum við að banitsa er fyrir Búlgörum svona eins og pylsa í brauði er Íslendingum, góð að grípa í á ferð um bæinn.

Banitsa

  • Filo deig
  • Kotasæla eða bulgarskur ostur (feta)
  • Annar ostur að vild
  • Smjör
  • Mjólk og/eða jógúrt
  • Egg

Hitið ofn í 170°C.

Filo blöðum, kotasælu og osti,  smjöri er raðað til skiptis í lög ofan í djúpa ofnskúffu.

Bakað í 10-15 mínútur.

Skerið ofan í deigið, t.d. í ferninga sem eru 8 X 8 cm á kant. Mjólk og/eða jógúrt og eggjum hrært saman og hellt yfir deigið.

Bakað í u.þ.b. 30 mínútur.

Látið kólna vel og skerið síðan ferningana í sundur og raðið þeim á bakka. Berið fram sem snakk og gott er að drekka rakia eða gott rauðvín með.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s