Fyllt snittubrauð með tómötum og skinku

baguetteÉg er ekki dugleg að búa til brauðrétti en mér finnst þeir æðislega góðir og mér finnst líka að ég ætti að búa þá til oftar. Hér er einföld og skemmtileg uppskrift sem auðvelt er að laga að eigin smekk. Það er hægt að fá ýmiss konar snittubrauð í bakaríunum og skemmtileg væri að prófa ólíkar gerðir af brauði í þennan rétt. Fullkomið í saumaklúbbinn.

Fyllt snittubrauð með tómötum og skinku

Hitið ofninn í 200°C.

  • Heilt snittubrauð (eða skorið í tvo helminga ef það kemst betur inn í ofninn þannig)

Skerið rifur þvert á allt brauðið eða opnið það langsum – eftir smekk og nennu.

Fylling

  • 150 gr smjör
  • 2 msk sinnep
  • safi úr ½ sítrónu
  • salt
  • pipar

Hrært saman og smurt í raufarnar á brauðinu (eða inn í það).

  • skinkusneiðar
  • ostasneiðar
  • tómatasneiðar

Setjið skinku+ost+tómat í hverja rauf á brauðinu (eða inn í miðjuna).

Brauðinu hálfpakkað inn í álpappír og bakað í 5-6 mínútur. Berið fram með grænu salati og sódavatni.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s