Matarmikil parmesan ostakaka

parmesan-cakeÞetta er sölt ostakaka sem gott er að bera á borð í saumaklúbbi eða annarri slíkri smá-samkundu. Ostakakan myndi svo sem sóma sér vel á veisluborðinu líka.

Ég smakkaði þessa ostaköku fyrst í litlu boði sem Maughn Gregory, uppáhalds kennarinn minn, hélt fyrir bekkinn minn í Montclair þegar ég var að ljúka námstíma mínum þar. Maughn var reyndar ekki mikill kokkur sjálfur en maðurinn hans, Troy, hafði eldað kökuna fyrir okkur.

Parmesan ostakaka

Hitið ofninn í 150°C.

Parmesan botn:

 • 2 msk smjör
 • 1 msk smjör, brætt
 • ½ bolli kex mylsna (eitthvert salt kex)
 • 5 msk parmesan ostur, rifinn

Smyrjið lausbotna form með smjöri. Hrærið saman með höndunum kexmylsnuna, ostinn og brædda smjörið þar til það hangir saman. Geymið fjórðung af blöndunni en þrýstið restinni inn í lausbotna formið, í botn og hliðar. Geymið í kæli meðan kakan er hrærð.

Fylling

 • 1 kg rjómaostur
 • 4 stór egg
 • ½ bolli rjómi
 • 3 ½ bolli parmesan ostur, rifinn
 • 3 bollar Gouda ostur, rifinn
 • ¼ bolli graslaukur, saxaður
 • ¼ tsk pipar, mulinn
 • ef vill þá má örugglega bæta skinkubitum í deigið, eins og í kökunni á myndinni.

Hrærið rjómaost, egg og rjóma í u.þ.b. 5 mínútur. Bætið ostunum, graslauk og pipar út í og blandið vel en varlega saman með sleikju. Hellið blöndunni í formið. Dreifið afganginum af botnmylsnunni yfir deigið. Bakið I 1 ½ klst. Lækkið síðan hitann í 100°C og bakið í 30 mínútur í viðbót. Slökkvið á ofninu en látið kökuna standa inni í 30 mínútur í viðbót.

Takið kökuna úr ofninum og látið hana kólna í 20 mínútur áður en hún er losuð úr forminu.

Kökuna má bera fram volga eða kalda. Til að skera fallegar sneiðar er gott að setja beittan hníf undir heitt vatn áður en hver sneið er skorin. Berið kökuna fram með vínberjum, kexi og sætum drykk.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s