Einföld samloka að vetrarmorgni

grilled-cheese-sandwichÉg veit ekki hvort maður þarf að eiga uppskriftir að samlokum en hér er samt ein slík. Ég tók þetta upp úr Morgunblaðinu árið 2009, kona að nafni María var skrifuð fyrir þessu í blaðinu. Hráefnið í þessa brauðsneið er yfirleitt til heima hjá mér, en mér dettur sjálfri ekkert endilega í hug að ganga svona frá réttinum. Það er örugglega mjög gott að útbúa þetta í dögurð fjölskyldunnar á drungalegum vetrarmorgni.

Einföld samloka að vetrarmorgni

  • 2 brauðsneiðar, ristaðar
  • egg
  • ostur, rifinn
  • skinka, skorin í smáa bita
  • krydd (pipar, sinnep eða annað að vild)
  • ananas, ef vill
  • tómat, ef vill

Hitið ofninn í 180°C eða grillstillingu.

Eggi, osti, skinku, ananas og kryddi blandað saman og smurt á brauðsneiðarnar. Grillið þar til ostur er gullinn. Sneiðið tómatinn og leggið fallega ofan á brauðsneiðina áður en hún er borin fram.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s