Ostur í sætri sósu

Baked Brie with Honey and AlmondsInnbakaður camembert er klassískur réttur. Bráðnaður osturinn með sætri sósu er ljúfengur réttur. Stundum er þetta notað sem eftirréttur en sjálfri finnst mér þessi matur standa best einn og sér sem smáréttur eða hreinlega sjálfstæð máltíð.

Tilbrigði við innbakaða camembertinn eru svo réttir þar sem hvítmygluostur er bakaður með sultu af einhverju tagi – oft er hnetum hellt með í kaupbæti. Hér eru gefnar þrjár uppskriftir. Namm.

Innbakaður Camembert

  • 1 camembert eða annar hvítmygluostur
  • smjördeig
  • rifsberjasulta

Hitið ofninn í 200°C.

Fletjið út smjördeig og pakkið ostinum inn í deigið. Ekki hafa deigið of þykkt og passið að ekki sé rifa á því ef osturinn skyldi byrja að leka. Skreytið gjarnan með litlu smördeigsmynstri ofan á innpökkuðum ostinum.

Bakið í 25 mínútur eða þar til deigið er gullið.

Berið fram á fallegum bakka og rifsberjasultuna með.

 

Ostur með síróp og hnetum

(höfundur Jenný Björk Olsen, Fréttablaðið mars 2010)

  • 1 hvítmygluostur (t.d. Camembert, Kastali eða Bóndabrie)
  • Hlynsíróp
  • Pekan- eða valhnetur, gróft saxaðar

Hitið ofn í 170°C.

Leggið ostinn í eldfast mót, raðið hnetum yfir og hellið sírópi/chutney yfir allt saman. Setjið ostinn inn í ofn í nokkrar mínútur eða þar til hann er mjúkur en ekki farinn að renna út.

Góður með kexi eða bara einn sér.

Ostur með mangó chutney og hnetum

(höfundur Helga María Ólafsdóttir, samstarfskona mín í Garðaskóla)

  • 1 hvítmygluostur (t.d. Camembert, Kastali eða Bóndabrie)
  • Mango Chutney
  • Cashew hnetur, gróft saxaðar

Hitið ofn í 170°C.

Leggið ostinn í eldfast mót, raðið hnetum yfir og hellið sírópi/chutney yfir allt saman. Setjið ostinn inn í ofn í nokkrar mínútur eða þar til hann er mjúkur en ekki farinn að renna út.

Góður með kexi eða bara einn sér.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s