Skyrterta

skyrtertaSkyr er hollara (fituminna) en rjómaostur og því er skynsamlegt að gera skyrtertu í stað ostaköku. Útkoman er yfirleitt ákaflega lík.

Hér er uppskrift frá Sirru, félaga mínum úr Kennaraháskólanum. Hún er fagurkeri og yndisleg manneskja á allan hátt og því hlýtur maturinn hennar að vera dásamlegur.

Ofan á fyllinguna má raða ávöxtum eins og á myndinni eða setja hlauphjúp eins og gefin er uppskrift að hér að neðan.

Skyrterta

Botn

 • 1 pakki homeblest
 • 3-4 msk smjör, bráðið

Þessu er hrært saman og þrýst í botninn á ofnföstu móti.

Fylling

 • 8 blöð matarlím
 • 2 egg
 • 2 dl sykur
 • 500 gr skyr
 • ½ l rjómi
 • 1 tappi vanilludropar

Setjið matarlímsblöðin í bleyti í köldu vatni og bræðið þau síðan yfir vatnsbaði. Kælið.

Þeytið saman egg og sykur. Bætið skyrinu út í og hrærið. Þeytið rjómann með vanilludropunum og hrærið síðan varlega saman við skyrblönduna. Hellið að lokum matarlíminu út í og blandið vel saman. Deiginu er hellt yfir kexbotninn, sett í ísskáp og kælt.

Hlauphjúpur

 • 2 blöð matarlím
 • ½ dl vatn
 • 30 gr sykur
 • safinn úr 1 appelsínu og ½ sítrónu

Setjið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn. Bræðið síðan öll efnin saman í potti við vægan hita. Hellið yfir skyrkökuna og látið kólna.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s