Amerískar pönnukökur

AmPancakesÞegar ég býð í brunch eru pönnukökurnar ómissandi hluti máltíðarinnar. Ekki þessar íslensku heldur þykkar lummulegar amerískar pönnukökur. Ég hef prófað nokkrar uppskriftir en þessi frá Nigellu er einföldust og því hefur hún fengið að lifa lengst í Binnubúri.

Mér finnst dásamlega gott að borða volga pönnuköku með smjöri og síróp, steiktu eggi og beikon. Þetta er náttúrulega ekki hollt en maður á ekki að hugsa um það á fallegum sunnudagsmorgni með fjölskyldunni. 

Amerískar pönnukökur

  • 225 gr hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk sykur
  • 2 egg
  • 300 ml mjólk
  • 2 msk smjör, brætt

Allt nema smjörið er þeytt saman og látið standa í 1 klst. Bætið smjörinu út í og steikið á pönnukökupönnu. Hafið pönnukökurnar þykkar eins og lummur.

Deigið má geyma í kæli í allt að 2-3 sólarhringa.

Gott að bera þessar pönnukökur fram með jarðarberjum, bönunum, hlynsírópi og smjöri.

 

Tilbrigði eftir Tryggva Thayer

Tryggvi birti þessa færslu á Facebook hjá sér einhvern tímann þegar ég hafði montað mig af dögurði fjölskyldunnar:

Hef tekið eftir því að amerískar pönnukökur eru orðnar mjög vinsælar hér á landi. Ég elska amerískar pönnukökur en finnst „beisik“ uppskriftin frekar óáhugaverð. Ætla því að deila með vinum og vandamönnum hvernig ég geri þetta til að hafa matar- og bragðmeiri pönnukökur. Ég geng út frá almennu uppskriftinni e.o. þessa sem ég hef oft séð vísað á: https://binnubur.wordpress.com/2010/03/31/ameriskar-ponnukokur/

Breytingarnar mínar eru þessar:

Í staðinn fyrir bara hveiti nota 50/50 hveiti og heilhveiti. Það þarf að fara eftir rúmmáli en ekki vigt (225 gr af 50/50 hveiti og heilhveiti er minna af þurrefni heldur en 225 gr af bara hveiti af því heilhveitið er þyngra í sér). Ég er ekki mikið fyrir nákvæmar mælingar þannig að ég geri þetta venjulega þannig að ég tek bara einhvern meðalstórann kaffibolla (ekki stóra könnu) og nota einn af hveiti og einn af heilhveiti. Þá þarf að nota meira lyftiefni vegna þess að hveiti/heilhveiti blandan er þyngri (kem að því á eftir).

Nota bara eitt egg – annars er of mikið eggjabragð af pönnukökunum að mínu mati.

Nota AB mjólk. Þetta gefur gott bragð og er þykkara. Gerir pönnukökurnar meira „chunky“. Ég set bara slurk af AB mjólk – ætli það sé ekki álíka og einn af bollunum sem notaður er til að mæla hveitið.

Smá salt.

Lyftiduft og sykur e.o. er í beisik uppskriftinni.

Nú erum við kominn með blöndu sem er allt of þung og þykk til að gera almennilegar pönnukökur. Það þarf því meira lyftiefni.

Ég nota ca. eina teskeið af matarsóda til viðbótar við lyftiduftið. Matarsódi er öflugri en lyftiduft en þarf eitthvað súrt til að virkja. AB mjólkin sér um það. (matarsódinn fer saman með öllum þurrefnum áður en nokkuð blautt er sett saman við).

Svo er að hræra mjólk út í til að þynna blönduna. Hún á að geta runnið sæmilega til á pönnunni.

Í lokin set ég svo nokkra vanilludropa fyrir bragð – alls ekki of mikið. Kökurnar eiga ekki að hafa áberandi vanillubragð, bara smá keim.

Svo er bara að steikja með hefðbundnum hætti. Passa að hafa pönnuna alls ekki of heita. Það þarf að geta steikt kökurnar alveg í gegn og hafa þær fallega brúnar að utan. Þessar pönnukökur þurfa aðeins lengri steikingartíma en hefðbundnar. Ég stilli á 5 og læt pönnuna hitna vel áður en ég byrja.

Þegar kökurnar eru steiktar þá eiga þær að blásast út þegar þær eru snúnar þannig að þær ná jafnvel tvöfaldri hæð. Svo sjatnar þær aðeins niður í staflanum en eru samt þykkar og „flöffý“ að innan.

Svo er auðvitað að borða með smjöri og pönnukökusírópi

Ég steiki alltaf allt deigið í einu. Geymi afganga í frysti og hita í brauðristinni þegar á að borða. Finnst þær jafnvel betri þá því þær verða svolítið krispý að utan. Ef þið ætlið að gera það er gott að hafa í huga að þær þurfa að passa í brauðristina þannig að ekki hafa þær of stórar.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s