Bragðmikil súkkulaðikaka

chocolatecakeÞetta er sannarlega bragðmikil súkkulaðikaka. Uppskriftina fann ég í kökublaði Gestgjafans frá árinu 2002 og þar var líkjörsrjóminn látinn fylgja með. Ég hef aldrei prófað rjómann, hef líklega ekki átt appelsínulíkjörinn. En kakan er ljúffeng ein og sér, með venjulegum rjóma eða með ís. Fallegt er að strá flórsykri yfir kökuna áður en hún er borin fram.

Bragðmikil súkkulaðikaka

 • 2 dl kakó
 • 75 gr smjör
 • 1 ½ dl ólífuolía
 • 2 dl vatn
 • 100 gr suðusúkkulaði
 • 250 gr sykur
 • 1 egg
 • 2 tsk vanilludropar
 • 3 dl hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 ½ dl sýrður rjómi 18%

Hitið ofninn í 150°C.

Hitið kakó, smjör, olíu og vatn í potti við vægan hita og hrærið vel. Takið af hitanum og bætið út í súkkulaði og sykri. Hrærið þþar til súkkulaðið hefur alveg bráðnað og blandan er orðin slétt. Látið kólna vel. Hrærið síðan egginu og vanilludropunum saman við og sigtið hveitið og lyftiduftið út í. Hrærið loks sýrða rjómanum saman við. Smyrjið djúpt kökuform og klæðið það að innan með bökunarpappír, setjið deigið ofan í. Bakið í 50 mínútur.

Þeytið ¼ l rjóma og blandið 1-2 msk af t.d. appelsínulíkjör út í hann. Berið fram í fallegri skál með kökunni.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s