Brownies er ameríska útgáfan af skúffuköku. Seigir, súkkulaðiríkir bitar, gjarnan með valhnetum til að gefa þeim dálítið stökka tilfinningu líka.
Uppskriftina fékk ég þegar ég var krakki sem skiptist á uppskriftum við aðra krakka sem fannst líka gaman að baka kökur. Þessi kom frá Regínu Jensdóttur sem nú er orðin lögfræðingur í Frakklandi.
Brownies
- 200 gr sykur
- 2 egg
- 100 gr smjör, brætt
- 2 tsk vanillusykur
- 60 gr hveiti
- 1/3 tsk lyftiduft
- 1½ msk kakó
- 100 gr hnetur (má sleppa)
Hitið ofninn í 180°C.
Þeytið saman egg og sykur. Smjörið brætt og sett saman við. Þurrefnunum bætt út í og hrært saman. Setjið deigið í litla ofnskúffu og bakið í 15 mínútur. Skerið í bita. Borðið með bestu list.
Auglýsingar