Brownies

browniesBrownies er ameríska útgáfan af skúffuköku. Seigir, súkkulaðiríkir bitar, gjarnan með valhnetum til að gefa þeim dálítið stökka tilfinningu líka.

Uppskriftina fékk ég þegar ég var krakki sem skiptist á uppskriftum við aðra krakka sem fannst líka gaman að baka kökur. Þessi kom frá Regínu Jensdóttur sem nú er orðin lögfræðingur í Frakklandi.

Brownies

  • 200 gr sykur
  • 2 egg
  • 100 gr smjör, brætt
  • 2 tsk vanillusykur
  • 60 gr hveiti
  • 1/3 tsk lyftiduft
  • 1½ msk kakó
  • 100 gr hnetur (má sleppa)

Hitið ofninn í 180°C.

Þeytið saman egg og sykur. Smjörið brætt og sett saman við. Þurrefnunum bætt út í og hrært saman. Setjið deigið í litla ofnskúffu og bakið í 15 mínútur. Skerið í bita. Borðið með bestu list.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s