Frönsk súkkulaðikaka

fronskGaldurinn við franska súkkulaðiköku er að baka hana ekki of lengi. Leyfið henni að vera mjúkri í miðjunni, þá bráðnar hún í munninum.
Hér er uppskrift frá Rósu samstarfskonu minni í Garðaskóla.

Það eru til ýmis tilbrigði við franska súkkulaðiköku. Hér er hún með karamellukeim og hér er hún með hnetu- og karamellubráð ofan á.

Frönsk súkkulaðikaka

  • 100 gr dökkt súkkulaði
  • 100 gr smjör
  • 2 egg
  • 2 dl sykur
  • 1¾ dl hveiti

Smyrjið lausbotna form, 22 cm í þvermál.

Hitið ofninn í 180°C.

Bræðið súkkulaðið og smjörið í vatnsbaði. Þeytið egg og sykur þar til það verður hvítt og létt. Hrærið brædda súkkulaðið og hveitið út í til skiptis í smá skömmtum. Hellið í formið og bakið í neðri hluta ofnsins í 15 mínútur. Kælið.

Bræðið síðan krem úr 75 gr súkkulaði og 2 msk rjóma (eða smjöri). Breiðið ofan á kökuna.

Berið fram með þeyttum rjóma og jarðarberjum.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s