Pönnukökur

ponnukokuÞað er eitthvað sérlega heimilislegt við pönnukökur. Að standa við eldavélina og steikja og steikja, bægja fjölskyldunni frá svo að allt verði ekki búið þegar maður sjálfur getur sest niður til að fá sér eina upprúllaða með miklum sykri.

Þótt það sé dálítil vinna að baka pönnukökur þá er það mjög þakklátt því að allir elska þær. Það er mín reynsla að upprúllaðar pönnukökur með sykri eru jafnvinsælar á veisluborðinu og frönsk súkkulaðikaka. Ég held reyndar að eftir kreppu hafi pönnukakan fengið aftur sinn sess í veislum landsmanna. Hún er þjóðleg og hönnuðir hafa hampað henni með nútíma útgáfum af pönnukökupönnunni.

Pönnukökur

 • 2 egg
 • 1 dl sykur
 • 1 tsk vanilla
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 tsk natron
 • ½ tsk salt
 • 4 dl hveiti
 • 7 dl mjólk
 • 50 gr smjörlíki, brætt

Hrærið saman egg og sykur. Bætið þurrefnum út í og síðan mjólkinni smám saman. Hellið bræddu smjörlíkinu síðast út í og steikið á pönnukökupönnu.

Pönnukökur má bera fram á ýmsa vegu:

 • rúlla upp með sykri
 • bera fram með sultu og rjóma
 • bera fram með súkkulaðisósu, ís, banana
Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s