Skúffukaka

skúffukakaSkúffukakan hennar mömmu Helgu er afar ljúffeng súkkulaðikaka. Það er bara kakó í henni en samsetningin er svo vel heppnuð að kakan jafnast á við hvaða alvöru súkkulaðiköku sem er.

Það er ákaflega fljótlegt að baka þessa köku, öllu efninu hent í skál. Hrærivélin látin hræra í dálitla stund. Smyrja ofnskúffuna, deigið í og baka. Vandasamasti hlutinn er líklega kremið og svo hvort og hvernig á að skreyta kökuna. Kókos er klassískt en hvaða kökuskraut sem er festist í kreminu. Svo má nota gaffal til að draga mynstur í kremið. Það er til dæmis fallegt að draga fyrst þversum og svo yfir það langsum.

Skúffukaka

 • 250 gr hveiti
 • 300 gr sykur
 • ½ tsk salt
 • 1 tsk matarsódi
 • 2  tsk lyftiduft
 • 1 tsk vanilla
 • 3 msk kakó
 • 125 gr smjörlíki, brætt
 • 1 ½ dl mjólk
 • 2 egg

Hitið ofninn í 175°C.

Allt hrært saman í 3 mínútur.  Hellið í ofnskúffu og bakið í 20 mínútur eða þar til kakan hefur losnað vel frá köntum ofnskúffunnar. Kælið og búið til kremið.

Krem á skúffuköku

 • 340 gr flórsykur
 • 3 msk kakó
 • 1 egg
 • 85 gr smjör, brætt
 • ¼ tsk salt
 • 1 tsk vanilla

Allt hrært saman og smurt yfir kökuna. Skreytið að vild.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s