Súkkulaðikaka með hnetu- og karamelluhjúp

pekan-karamellu-sukkuladiÞetta er dásamlegt tilbrigði við franska súkkulaðiköku. Hnetu- og karamelluhjúpur er bakaður ofan í kökuna og í lokin er súkkulaði látið bráðna ofan í hjúpinn. Uppskriftina fann ég í Fréttablaðinu í mars 2010 og það var Jenný Björk Olsen sem gaf hana í blaðið.

Súkkulaðikaka með hnetu- og karamelluhjúp

 • 5 msk smjör
 •  100 gr dökkt súkkulaði
 • 3 egg
 • 3 dl sykur
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 ½ dl hveiti
 • 1 tsk salt

Hitið ofninn í 170°C.

Bræðið súkkulaðið og smjörið í vatnsbaði. Þeytið egg og sykur þar til það verður hvítt og létt. Bætið þurrefnunum varlega saman við og hellið síðan súkkulaðinu út í deigið. Setjið í form og bakið í 15 mínútur. Mér finnst best að nota frekar djúpt silicon form. Þá get ég flett því utan af kökunni þegar hjúpurinn hefur kólnað. Útbúið hjúpinn á meðan kakan bakast. 

Hjúpur

 • 1 poki pekan hnetur
 • 4 msk smjör
 • 1 dl púðursykur
 • 2 msk rjómi

Settu smjör, sykur og rjóma í pott og látið malla við vægan hita í 3-5 mínútur.

Takið kökuna út úr ofninum þegar hún hefur bakast í 15 mínútur og dreifið hnetunum ofan á. Hellið síðan hjúpnum yfir allt og bakið í 20 mínútur í viðbót.

Súkkulaðibráð

 • 100-150 gr súkkulaði, saxað

Stráið söxuðu súkkulaði yfir kökuna þegar hún kemur út úr ofninum. Látið kólna og losið síðan úr forminu.

Dásamleg kaka með kaffibollanum eða stóru mjólkurglasi.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s