Vöfflur

vafflaÞað er nauðsynlegt að eiga góða uppskrift að vöfflum, maður bara bakar þær ekki úr tilbúnu deigi. Hér er uppskriftin hennar mömmu, með súrmjólk í. Mér finnst alltaf vera gæðamerki á uppskriftum þegar það er súrmjólk í þeim, til dæmis er súrmjólk hágæða morgunmatur. 

Vöfflur

Þessi uppskrift nægir í gott sunnudagskaffi fyrir vísitölufjölskylduna.

  • 2 msk sykur
  • 3 egg
  • 3-4 msk smjörlíki
  • 140 gr hveiti
  • ½ tsk salt
  • 2/3 tsk matarsódi
  • 2½ dl súrmjólk

Þeytið saman sykur og egg. Bætið smjörinu út í. Hrærið síðan hveiti, salt, matarsódi og súrmjólk út í. Hitið vöfflujárnið og bakið vöfflurnar.

Berið strax fram með rjóma og sultu, súkkulaði og berjum. Kaffibolli eða mjólkurglas er mjög gott með.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s