Ávaxtakaka í álformi

retrobakingHér er uppskrift frá Öddu sem var matráðskona í sumarbúðunum á Vestmannsvatni sumarið sem ég vann þar sem aðstoðarmaður í eldhúsi. Þetta er afar fljótleg kaka og nánast hægt að henda þessu í form á meðan gestirnir labba upp stigana (ég bý á fjórðu hæð sem gefur smá svigrúm).

Berið kökuna fram með þeyttum rjóma og kaffi, njótið.

Ávaxtakaka í álformi

  • 1 egg
  • ½ dós niðursoðnir ávextir, t.d. cocktail ávextir
  • 1 bolli sykur
  • 1 bolli hveiti
  • 1 tsk natron
  • ½ tsk salt
  • púðursykur og kókosmjöl

Hitið ofninn í 180°C.

Blandið þurrefnunum saman í skál. Hrærið eggi og safanum af ávöxtunum saman við. Blandið ávöxtunum saman við og setjið deigið í lítið eldfast mót (einnota álform henta ágætlega, t.d. ef þú ætlar að taka kökuna með í bústaðinn eða lautarferðina).

Blandið saman 1 msk púðursykri og 1 msk kókosmjöli og dreifið yfir kökuna.

Bakið í 45 mínútur.

Berið kökuna fram heita, með ís eða rjóma. Einfalt og ljúffengt og var mjög vinsælt í sumarbúðunum.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s