Brownies með hnetusmjörskremi

peanut_butter_brownieÞetta tilbrigði við brownies fann ég í Fréttablaðinu einhvern tímann, kona sem heitir Sissú gaf þessa uppskrift og lofaði að hún væri góð. Sem hún hlýtur að vera – súkkulaði og hnetusmjör er bara gott.

Brownies með hnetusmjörskremi

 • 2 bollar sykur
 • 3 egg
 • 1 bolli bráðið smjör
 • 2 ½ tsk vanilludropar
 • 1 ¼ bolli hveiti
 • ¾ bollar kakóduft
 • ½ tsk lyftiduft
 • ¼ tsk salt
 • 1 boli súkkulaðibitar

Hitið ofninn í 180°C.

Hrærið egg og sykur vel saman. Bætið smjörinu og vanillu út í. Bætið þurrefnunum út í. Bakið í 20-25 mínútur, passið að ofbaka ekki.

Hnetusmjörskrem

 • 1 bolli flórsykur
 • 1 bolli hnetusmjör
 • 5 msk smjör
 • ¾ tsk vanilludropar
 • 1/3 bolli rjómi

Allt hrært vel saman og sett á kalda kökuna. Stráið súkkulaði spæni yfir. Skerið kökuna í bita og borðið.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s