Marengs

marengsHvað er fallegra á veisluborð en hvítir, stökkir, dísætir marengstoppar. Þetta er deig sem er gaman að leika sér með því það er hægt að móta það að vild, t.d. setja deigið í rjómasprautu og skrifa með því nafn afmælisbarnsins. Úr marengstoppum má móta hvaða rjómabombu sem er og ef deiginu er sprautað í kökuform verða þeir uppistaðan í mjög fallega tertu.

Marengs

  • 4 eggjahvítur
  • 2 dl sykur

Hitið ofninn í 150°C.

Stífþeytið eggjahvíturnar. Blandið sykrinum saman við og þeytið þar til sykurinn er orðinn vel uppleystur. Setjið deigið í 2 tertuform. Skreytið, t.d. með því að sprauta deiginu með rjómasprautu í formið.

Bakið í 40 mínútur.

Marengs má nota einan sér eða sem tertubotn. Gott meðlæti/skreytiefni er t.d.:

  • rjómi + bananar + mars sósa (mars súkkulaði og örlítill rjómi brætt og hrært vel saman, kælt aðeins áður en hellt yfir rjómann) = algjör veislubomba
  • rjómi + bláber og jarðaber + nóakropp = mjög einföld og gómsæt terta

Það má gera margs konar tilbrigði við þessa grunnuppskrift að marengs:

  • Bæta lakkrís, nóakroppi eða öðru góðgæti út í deigið áður en það er bakað
  • Bæta 70 gr muldu kornflexi og ½ tsk lyftidufti út í deigið til að fá stökkan og brakandi kornflex marengs
  • Móta toppa í staðinn fyrir botna. Gott t.d. að gera 1 botn og toppa úr afgangi deigsins til að gera flotta 2 hæða marengstertu sem er ekki mjög erfitt að skera.
Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s