Massív ávaxtakaka

avaxtakakaMassíva ávaxtakakan hennar mömmu er stútfull af ávöxtum. Ef þannig stendur á er mjög gott að leyfa henni að liggja í bleyti í koníaki en kakan er góð án þess. Það skiptir ekki öllu máli hvaða ávextir eru notaðir, prófaðu bara það sem til er í búrinu.

Massív ávaxtakaka

  • 250 gr smjör
  • 200 gr sykur
  • 4 egg
  • 250 gr hveiti
  • vanilla
  • þurrkaðir ávextir að eigin smekk (döðlur, sveskjur, rúsínur, apríkósur, gráfíkjur, cocktailber, hnetur), saxað smátt
  • 100 gr súkkulaði, saxað smátt

Hitið ofninn í 175°C.

Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggjum út í, einu í einu og hrærið vel á milli. Bætið hveiti og vanillu út í og hrærið saman. Bætið ávöxtum og súkkulaði út í og blandið saman.

Setjið deigið í formkökuform og bakið í 60 mínútur.

Látið kökuna kólna aðeins áður en þið takið hana úr forminu. Kakan er góð svona eins og hún kemur úr ofninum en síðan má líka gera hana alveg sérstaka með því að hella yfir hana slatta af koníaki og láta standa í a.m.k. sólarhring. Það má líka sleppa koníakinu og hjúpa kökuna með marsípani, þá er hægt að skreyta hana og gera að algjörri hátíðarköku.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s