Pavlova með súkkulaðikremi

pavlovaFyrir nokkrum árum fann ég bækling frá konfektgerðinni Odense sem var stútfullur af góðgæti. Ég er búin að prófa úr honum nokkrar gerðir af konfekt en á reyndar eftir að prófa uppskriftina að þessari girnilegu marengstertu með marsipan og súkkulaði.

Ég veit ekki hvort það er einhver munur á pavlovu og marengs. Í Wikipediu er skilgreining á pavlovu sem segir að hún sé mjúk að innan en stökk að utan og munurinn felst þá kannski í að marengsinn er stökkur í gegn.

 

Pavlova með súkkulaðikremi

  • 50 gr sykur5 eggjahvítur
  • 250  Odense ren rå marcipan
  • Pecan hnetur (má sleppa)

Hitið ofninn í 170°C.

Eggjahvíturnar eru stífþeyttar, sykrinum bætt út í og stífþeytt. Rífið marsipanið niður og blandið saman við. Setjið í form sem er 24 cm í þvermál (eða á bökunarpappír). Skreytið með pecan hnetum. Bakið í 30 mínútur. Kælið áður kremið er sett á.

Súkkulaðikrem

  • 200 gr suðusúkkulaði
  • 100 gr smjör

Bræðið súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði. Hrærið vel saman. Kælið aðeins og smyrjið síðan ofan á kökuna.

Gott að skreyta með marsípani og/eða hvítum súkkulaðispænum.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s