Smjörkakan hennar Öddu

smjorkakaSem unglingur vann ég heilt sumar við eldhússtörf í sumarbúðunum á Vestmannsvatni. Matráðskona þar var hún Adda sem bakaði m.a. þessa dásamlegu smjörköku.

Það er dálítil fyrirhöfn að gera tertuna því hún er sett saman úr snúðum og tvenns konar fyllingu. En kakan er ljúffeng og fyrihafnarinnar virði. Þetta er svona kaka sem maður getur boðið ömmu með kaffinu.

Smjörkaka

Deigið

 • 500 gr hveiti
 • 150 gr smjör
 • 70 gr ger
 • 2 egg
 • 40 gr sykur
 • 2 dl volg mjólk
 • 50 gr rúsínur
 • ½ tsk kardimommudropar
 • ½ tsk salt

Fylling 1

 • ¼ l mjólk
 • 20 gr sykur
 • 1 egg
 • ¼ pakki búðingsduft

Hrært saman og látið stífna aðeins.

Fylling 2

 • 100 gr smjörlíki
 • 1 msk síróp
 • 150 gr púðursykur

Smjörlíkið linað og allt hrært vel saman.

Aðferðin

Hitið ofninn í 180°C.

Hitið mjólkina í 37°C og leysið gerinn upp í henni. Hnoðið þurrefnin og eggin upp í deigið. Látið lyftast í 15 mínútur og búið til fyllingarnar á meðan.

Skiptið deiginu í tvennt og setjið annan helminginn í ofnskúffu. Smyrjið helmingnum af fyllingu 2 ofan á deigið og dreifið síðan allri fyllingu 1 þar ofan á. Fletjið hinn helming deigsins út og smyrjið afganginum af fyllingu 2 á deigið. Rúllið deiginu upp í lengju og skerið rúlluna í sneiðar. Raðið snúðunum ofan á deigið/kremin í ofnskúffunni.

Látið standa í 15 mínútur.

Þeytið saman 1 eggi, 2 msk vatni og ögn af salti og strjúkið yfir kökuna áður en hún er sett í ofninn og bökuð í u.þ.b. 20 mínútur. Það má bæta glassúr ofan á kökuna ef vill, en það gerir hana óþarflega sæta.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s