Hjónabandssæla

hjonabandssaelaHjónabandssæla er gömul klassík, kaka frá þeim tíma þegar fjölskyldan borðaði saman á kaffitíma og flesta daga var kaka í boði. Samstarfsmaður minn Guðmundur Einarsson sagði mér einhvern tímann að hann hefði hætt að borða þessa ljúffengu köku eftir að hann bakaði hana sjálfur samkvæmt uppskrift sem gerði ráð fyrir heilu smjörlíkistykki í kökuna. Nú nota ég aldrei smjörlíki heldur smjör eða smjörva – og það er helmingi minna magn í þessari uppskrift frá mömmu.

Ég gef upp tvær fyllingar, rabbabarasultan er klassík en hina lærði ég af bakaríinu í Iðnbúð í Garðabæ þar sem ýmiss konar góðgæti er sett inn á milli hafraklessanna.

Hjónabandssæla

 • 2 bollar hveiti
 • 3 bollar haframjöl
 • 250 gr smjör, mjúkt
 • 2 bollar púðursykur
 • 1 tsk natron
 • 1 tsk salt

Fylling 1

 • rabbabarasulta

Fylling 2

 • sveskjusulta
 • súkkulaði, saxað
 • valhnetur, saxaðar
 • rúsínur, saxaðar
 • döðlur, saxaðar

Hitið ofninn í 170°C.

Allt hrært vel saman. Takið 2/3 af deiginu og þrýstið ofan í 2 tertubotna. Smyrjið fyllingu 1 eða fyllingu 2 ofan á deigið og myljið síðan afganginum af deiginu ofan á botnana.

Bakið í 45 mínútur.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s