Appelsínukaka

appelsínukakaÉg held að appelsínubragð sé stórlega vanmetið. Á mínu heimili eru þessir safaríku ávextir ákaflega vinsælir bæðir stakir og út í salat. Hér er svo gömul uppskrift frá mömmu þar sem appelsínubragðið er tekið inn í kökudeildina, úr verður ljúffeng kaka með kaffinu.

Appelsínukaka

 • 3 egg
 • 200 gr smjör
 • 200 gr sykur
 • 200 gr hveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • rifið hýði af 1 appelsínu
 • safi úr ½ appelsínu

Hitið ofninn í 180°C.

Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggjum út í einu í einu og hrærið vel á milli. Hrærið síðan þurrefnunum og appelsínuberki og -safa saman við. Setjið deigið í kökuform og bakið í 30 mínútur. Kælið, takið úr forminu og setjið síðan kremið á.

Kremið

 • 2 msk smjör
 • 100 gr flórsykur
 • 1 eggjarauða
 • 2 msk rifið appelsínuhýði
 • 50 gr brætt súkkulaði

Allt hrært vel saman og dreift yfir kökuna.

Á kökunni sem sést hér á mynd er einfaldari glassúr ofan á og fyrir þá sem elska flórsykur er upplagt að prófa það líka. Þá hrærið þið bara saman 200 gr. flórsykur, safann úr hálfri appelsínu, dreifið þessu ofan á kökuna og rífið appelsínuhýði yfir til skrauts og bragðbætis.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s