Einföld og djúsí eplakaka

einfold-eplakakaÞegar mann langar í köku en nennir ekki að draga hrærivélina út úr skápnum þá er þessi kaka tilvalin. Ef köku skyldi kalla, þetta er meira svona klessa en hún er svo bragðgóð að hún fær að heita kaka. Það er auðvelt að gera ýmiss konar tilbrigði svo lengi sem maður er með deigið yfir góðgætinu nokkurn veginn á hreinu. Epli, rúsínur, hnetur, fræ og aðrir ávextir eru velkomnir í hópinn – að ég tali nú ekki um súkkulaði. Ég fékk þessa uppskrift frá Kristjönu Fjólu í Garðabæ sem er mikil gæðavottun á köku uppskrift.

Einföld og djúsí eplakaka

  • 4 epli (hér má bæta við að vild: kanilsykur, hnetur, súkkulaðirúsínur, fræ, döðlur…)
  • 100 gr smjör
  • 100 gr sykur
  • 200 gr hveiti

Hitið ofninn í 180°C.

Skerið eplin í bita og setjið í eldfast form. Myljið saman smjör, sykur og hveiti. Dreifið yfir eplin. Bakið í 40 mínútur.

Berið fram með vanilluís eða þeyttum rjóma.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s