Eplakaka

eplakakaHér í Binnubúri er gott safn af gömlu köku uppskriftunum hennar mömmu minnar. Í sama flokki og skúffukakan, skólakakan og hjónabandssælan lendir eplakakan. Þetta er einföld og bragðgóð kaka sem ég baka alltof sjaldan. Í minningunni er hún góð með mjólkurglasi en nú hefur kaffibollinn tekið við sem besta meðlætið.

Eplakaka

  • 3 egg
  • 3 dl sykur
  • 150 gr smjör
  • 1½ dl mjólk
  • 4½ dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 2-3 epli, skorin í þunnar sneiðar
  • kanilsykur (má sleppa ef vill)

Hitið ofninn í 180°C.

Þeytið saman egg og sykur. Hitið smjör og mjólk þar til smjörið er bráðnað og bætið út í. Hrærið hveiti og lyftidufti saman við og setjið deigið í 2 kökuform.

Raðið eplabitum ofan á deigið og stráið kanilsykrinum yfir.

Bakið í 40-50 mínútur.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s