Gulrótarkaka

gulrotarkakaGulrótarkaka er holl og góð. Dísæt en allar þessar gulrætur vega á móti sykrinum. Það má nota ýmiss konar krem ofan á og ég set hvorki meira né minna en þrjár uppskriftir að kreminu hér að neðan. Það fer eftir skapinu hjá mér hvort ég vil hafa kremið súrara eða sætara og ég vel samkvæmt því.

Gulrótarkakan er glæsileg terta sem hentar við alls konar tækifæri. Hér er uppskriftin frá mömmu Helgu og fleiri uppskriftir má finna með því að fylgja tenglum í krem uppskriftunum hér að neðan.

Gulrótarkaka

 • 4 egg
 • 4 dl sykur
 • 225 gr brætt smjör
 • 4 dl hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • 2 tsk matarsódi
 • 2 tsk vanilla
 • 6 rifnar gulrætur

Hitið ofninn í 175°C.

Þeytið egg og sykur. Bætið smjöri út í og svo þurrefnum. Hrærið gulræturnar að lokum varlega saman við. Setjið í djúpt form og bakið í í 45 mínútur. Prófið samt tímann af og til með því að stinga tannstöngli inn í miðja kökuna. Þegar tannstöngullinn kemur þurr aftur upp úr þá er kakan bökuð.

Krem 1 (mín eigin uppskrift)

 • grísk jógúrt
 • flórsykur

Hrært vel saman og smurt á kökuna. Þeir sem vilja mikið krem skera kökuna í tvennt og setja krem í miðjuna líka.

Krem 2 (uppskrift frá Evu Laufeyju Kjaran)

 • 230 gr mjúkt smjör
 • 4 dl flórsykur
 • 200 gr hvítt súkkulaði (droparnir frá Odense eða Nóa-Síríus)
 • 2 tsk vanilla extract (eða vanilludropar)
 • 250 gr hreinn Philadelphia rjómaostur

Flórsykrinum, smjörinu og rjómaostinum er blandað vel saman í nokkrar mínútur. Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði og síðan kælt í smá stund. Súkkulaðinu og vanillu extract er því næst bætt saman við blönduna og blandað fyrst varlega saman og hrært svo mjög vel í 3-4 mínútur.

Það er gott að kæla kremið í u.þ.b. 20 mínútur áður en því er smurt á kökuna.

Krem 3 (uppskrift frá lækninum í eldhúsinu)

 • 200 gr af hreinum rjómaosti
 • 2 dl af flórsykur
 • 1 matskeið af smjöri
 • 1 tsk af vanillusykur

Hrærið allt vel saman og smyrjið á kalda kökuna.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s