Karamellukaka

karamellukakaKaramellukakan hennar mömmu Helgu dregur nafn sitt af ljúffengri karamellu sem skreytir þessa þéttu og góðu köku. Karmellan gefur kökunni sætan keim og mjúka áferð. Þetta er gómsæt kaka og í miklu uppáhaldi hjá öllum börnum sem ég þekki. Hún er samt svo sæt að það er best að borða hana bara spari.

Karamellukaka

 • 150 gr smjör
 • 150 gr sykur
 • 3 egg
 • 200 gr hveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • 60 gr súkkulaðispænir
 • 1 msk mjólk

Hitið ofninn í 175°C.

Hrærið smjör og sykur saman þar til létt og ljóst. Hrærið eggin út í, eitt í einu. Bætið þurrefnum, súkkulaði og mjólk út í og blandið saman. Setjið deigið kringlótt form með gati í miðjunni og bakið í 60 mínútur. Látið kökuna kólna og búið til karamelluna á meðan.

Karamellubráð

 • 1 dl rjómi
 • 1 dl mjólk
 • 2 dl sykur
 • 1 msk smjör

Setjið allt hráefnið saman í pott og hrærið hægt við vægan hita. Karamellan er tilbúin þegar dropi af henni storknar þegar honum er hellt í kalt vatn. Hellið karamellunni yfir kökuna.

Berið á borð og drekkið mjólk eða kaffi með.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s