Marmarakaka

marmarakakaÞað bakar enginn jafn góða marmaraköku og mamma mín. Hér er uppskriftin hennar. Kakan er einföld í bakstri og hefur þetta fallega, afgerandi mynstur. Hún er í miklu uppáhaldi hjá börnunum mínum og dásamleg í hversdagslegum kaffitíma.

Marmarakaka

  • 2 egg
  • 200 gr strásykur
  • 175 gr smjör
  • 1½ dl mjólk
  • 250 gr hveiti
  • 1 tsk vanilla
  • 2 tsk lyftiduft
  • 3 msk kakó

Hitið ofninn í 180°C.

Þeytið egg og sykur. Bræðið saman smjör og mjólk og bætið út í. Blandið þurrefnunum saman við, öllu nema kakóinu. Takið 1/3 af deiginu frá og hrærið kakóið út í þennan hluta. Setjið deigið í formkökuform: fyrst helmingnum af hvíta deiginu, svo kakóhlutann og hellið síðan afganginum af hvíta deiginu efst í formið.

Bakið í 45-60 mínútur. Prófið með tannstöngli hvort kakan er orðin fullbökuð (þegar ekkert klístrast við tannstöngulinn þá er kakan tilbúin).

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s