Mjúk piparkaka (kryddkaka)

kryddkakaÉg á mjög góða vinkonu sem heitir Berit og er gamli sænskukennarinn minn. Við kynntumst þegar ég flutti, 7 ára gömul, með fjölskyldunni til Svíþjóðar og Berit kenndi mér þar sænsku. Ég fór í tíma til hennar fjórum sinnum í viku og leiddist fimmtudagar ógurlega, því þá var ekki tími hjá Berit. Við höfum skrifast á í 35 ár og heimsótt hvor aðra nokkrum sinnum. Á fullorðinsárum fór ég að fá uppskriftir frá þessari góðu vinkonu minni og þær eru í sérflokki hjá mér. Maturinn hennar Berit er hollur, fallegur og bragðið er alltaf góð tilbreyting frá því sem er oftast í gangi hjá mér. Ég myndi líkja kryddheiminum hennar við Norður-Afrískan kryddheim því hún notar oft kanil og önnur keimlík krydd.

Gamla, íslenska uppskrift að kryddköku má finna til dæmis á matarblogginu Eldhússögur úr Kleifarseli.

Mjúk piparkaka

  • 3 egg
  • 3 bollar sykur
  • 50 g smjör, brætt
  • 1 ¼ bolli súrmjólk eða sýrður rjómi (eða 1 bolli súrmjólk + ½ banani/rifsber)
  • 2 1/2 bolli hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • 2 tsk kanill
  • 2 tsk engifer
  • 2 tsk negull
  • ef til vill skipta einhverju af kryddunum út fyrir kardimommu

Hitið ofninn í 180°C.

Þeytið egg og sykur. Bætið smjöri og súrmjólk út í og hrærið. Bætið öllu sem eftir er út í og hrærið.

Setjið í formkökuform og bakið í 45 mínútur eða þar til tannstöngull kemur þurr út úr miðri kökunni.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s