Oreo múffur

oreo-muffinHér er uppskrift að fallegum og hrikalega góðum múffum. Íris fann þetta á netinu og gaf þeim nafnið af því að útlitið minnir á hið víðfræga Oreo kex.

Oreo múffur

 • ¾ bolli smjör
 • 1 bolli púðursykur
 • ½ bolli sykur
 • 3 egg
 • 2 bollar hveiti
 • 1 tsk matarsódi
 • ½ tsk salt
 • ¾ bolli kakó
 • 2 msk kaffi (malað)
 • 2 tsk vanillusykur
 • 1 ½ bolli mjólk

Hitið ofninn í 190°C og lækka svo í 175°C.

Hrærið smjör, sykur og púðursykur vel saman. Bætið eggjum útí einu í einu. Blandið afganginum út í, þurrefnum og mjólkinni til skiptis. Setjið í múffuform og bakið í ca. 15 mínútur. Kælið múffurnar áður en þið setjið kremið á.

Krem

 • 1 bolli smjör
 • 3-6 bollar flórsykur
 • 1 egg
 • ¼ bolli mjólk ef þarf til að þynna
 • ef vill þá má mala oreo kex (ekki kremið) og hræra út í kremið

Allt hrært vel saman. Smyrjið að vild ofan á hverja múffu. Svo er náttúrulega líka fallegt að skreyta með kökuskrauti eða muldu Oreo kexi.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s