Þúsund ára kaka

thusund-ara-kakaÞúsund ára kaka er formkaka með kurli ofan á. Hún er alveg sérlega ljúffeng. Þetta er gömul uppskrift úr bókunum hennar mömmu minnar.

Það má gera tilraunir með skrautið ofan á kökunni sem bragðbætir hana. Í uppskriftinni eru möndlur og súkkulaði tilgreint en það má bæta við þetta kókos, hnetum, söxuðum döðlum eða öðru sem ykkur þykir passa vel með góðri köku. Verði ykkur að góðu.

Þúsund ára kaka

  • 200 gr sykur
  • 200 gr smjör
  • 4 egg
  • 250 gr hveiti
  • ½ tsk hjartarsalt
  • vanilludropar að eigin smekk
  • Möndlur og súkkulaði til að strá yfir kökuna, saxað mjög smátt

Hitið ofninn í 160°C – ekki blástur.

Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggjum út í, einu í einu og hrærið vel á milli. Bætið hveiti, hjartarsalti og vanilludropum út í og hrærið saman.

Setjið deigið í hringmót með lausum botni og stráið möndlunum og súkkulaðinu yfir. Bakið í 40 mínútur.

Látið kökuna kólna aðeins áður en þið takið hana úr forminu.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s