Súkkulaðibitakökur

chocolate-chipHér er uppáhalds smáköku uppskriftin mín. Ég fann hana í Fréttablaðinu fyrir nokkrum árum, bakari sem ég man ekki hvað heitir gaf þessa fínu uppskrift fyrir jólin. Ég hef lagað hana að aðstæðum og set hnetur ef þær eru til, annars ekki. Súkkulaðið má vera hvítt, ljóst, dökkt, lítið eða mikið – allt eftir smekk og hvort eitthvað sé til í skápunum.

Þetta er fullkomin uppskrift: mjög einfalt að baka og æðislega bragðgóðar kökur.

Súkkulaðibitakökur

  • 400 gr hveiti
  • 2 tsk natron
  • 1-2 msk vanillusykur
  • 300 gr smjör (mjúkt)
  • 200 gr sykur
  • 200 gr púðursykur
  • 2 egg
  • 150 gr valhnetur, gróft saxaðar
  • 300 gr súkkulaði (gott að hafa blöndu af dökku og ljósu)

Hitið ofninn í 180°C.

Blandið saman hveiti, natroni og vanillu. Bætið smjöri, sykri, púðursykri og eggjum út í og hrærið þar til deigið fer að hanga saman. Bætið þá hnetum og súkkulaði út í og blandið saman.

Takið litlar klípur af deiginu og raðið á bökunarplötur. Bakið í 6-8 mínútur.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s