Ég á tvær uppáhalds konfekt uppskriftir sem ég fann í VR blaðinu fyrir jólin 2010 (pdf útgáfa blaðsins). Þær eru uppáhalds af því að konfektið er mjög bragðgott, fallegt og það er einfalt að búa það til.
Hér er uppskrift að döðlusælgæti. Fyrir þá sem þykja döðlur góðar er þetta dásamlegur biti. Hinir sleppa þessu bara og fá sér einhvern annan mola.
Dýrðlegt döðlusælgæti
- 500 gr döðlur, brytjaðar
- 200-250 gr smjör
- 120 gr púðursykur
- 5-6 bollar mulið Kelloggs K (eða Rice Krispies)
- 3 plötur suðusúkkulaði
- 2-3 msk matarolía
Hitið döðlur, smjör og púðursykur saman í potti og látið malla á lágum hita. Morgunkorninu hrært saman við. Allt flatt út á smjörpappír í ofnskúffu. Bræðið saman súkkulaði og matarolíu og hellið yfir döðlumaukið. Látið kólna og skerið svo í teninga.
Geymist best í frysti.
Auglýsingar