Áramóta ábætir

new-year-drinkFyrir nokkrum árum gaf marsipan gerðin Odense út bæklinginn Odense jólafreistingar með uppskriftum að konfekti og öðru góðgæti. Þetta sama ár var ég í konfekt gerðarstuði og prófaði nokkrar uppskriftir úr bæklingnum. Þær voru allar ljúffengar.

Hér er ein af þessum uppskriftum, glæsilegur eftirréttur sem þarf tíma til að búa til en skreytir veisluborðið og gleður gestina.

Áramóta ábætir

Möndlubotn

  • 100 gr hakkaðar, ristaðar möndlur
  • 100 gr núggat, brætt
  • 100 gr marsipan, rifið

Blandið möndlum, marsipani og núggati saman. Setjið deigið með skeið í pappírsform og látið kólna í ísskáp yfir nótt.

Hvítt súkkulaðikrem

  • 200 gr hvítt súkkulaði
  • 2 ½ dl rjómi

Hitið rjómann og bætið söxuðu súkkulaði varlega saman við. Geymið í skál í ísskáp yfir nótt.

Skraut

  • Niðurskorinn stjörnuávöxtur
  • Súkkulaði spænir eða borðar
  • Heit súkkulaðisósa (t.d. bræða og hræra saman mars, suðusúkkulaði og rjóma)

Borið fram

Möndlubotninn settur á disk. Hrærið í súkkulaðikreminu. Bleytið matskeið með volgu vatni og myndið ”egg” úr kreminu með skeiðinni, leggið ofan á botninn. Hellið heitri súkkulaði sósu í kringum botninn. Skreytið með stjörnuávaxtaskífu og súkkulaðispænum.

Berið fram með kampavíns glasinu og skálið!

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s