Ef ykkur langar að búa til konfekt sem kemur fólki á óvart þá er þetta rétta uppskriftin. Góð blanda af súkkulaði og ávöxtum er krydduð með chili svo úr verður bragðsterkur og ljúffengur biti sem skilur eftir sig skemmtilegt eftirbragð.
Uppskriftin er frá Yesmin Olsson og ég fann hana einhvern tímann í Fréttablaðinu.
Chili súkkulaði konfekt
- 100 – 200 gr suðusúkkulaði
- ½ dl pistasíuhnetur, hakkaðar
- ½ dl möndlur, hakkaðar
- ½ dl bran flakes
- ½ – 1 dl þurrkuð trönuber (cranberries), hökkuð
- örlítið chili krydd
Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og hrærið chili duftið út í. Hrærið hnetur og ávexti saman við. Mótið litlar klessur á bökunarpappír og látið kólna.
Auglýsingar