Fljótlagað súkkulaðifrauð

sukkuladifraudNigella Lawson er snillingur og ég get ekki kallað búrið mitt almennilegt Binnubúr nema í því sé súkkulaðiuppskrift frá henni. Hér eru súkkulaðifrauðið hennar. Ég lofa því ekki að þetta heppnist jafn vel og Nigella lofar en kremið er svo bragðgott að það skiptir ekki máli. Ef þetta stífnar ekki almennilega þá sekkur súkkulaðið og rjómafroða leggst ofan á. En það er samt alveg jafn dásamlega bragðgott : ) Á ekki að vera erfitt að búa til mousse?

Fljótlagað súkkulaðifrauð

  • 150 gr litlir sykurpúðar
  • 50 gr mjúkt smjör
  • 250 gr dökkt súkkulaði
  • 60 ml heitt, nýsoðið vatn
  • 284 ml rjómi
  • 1 tsk vanilludropar

Hrærið saman sykurpúða, smjör, súkkulaði og vatn við lágan hita.Takið af hitanum þegar blandan er jöfn og slétt. Kælið.

Þeytið rjóman þar til hann er þéttur í sér. Blandið kaldri súkkulaðiblöndunni svo varlega út í svo að úr verði slétt og þétt blanda.

Hellið í 4-6 glös og kælið fram að máltíð (þarf ekki meira en klukkutíma til að verða stíft og fínt).

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s