Guðdómlegt hnetuæði

hnetuaediÉg á tvær uppáhalds konfekt uppskriftir sem ég fann í VR blaðinu fyrir jólin 2010 (pdf útgáfa blaðsins). Þær eru uppáhalds af því að konfektið er mjög bragðgott, fallegt og það er einfalt að búa það til.

Hér er uppskrift að hnetuæði. Súkkulaðibitar, hnetur og karamella sullast saman í sæta, stökka og mjög bragðgóða bita. Hver og einn getur lagað þetta einfalda konfekt að eigin smekk: meiri hnetur, öðruvísi súkkulaði, bæta rúsínum eða öðrum ávöxtum við. Þetta er sannarlega guðdómlegt sælgæti.

Guðdómlegt hnetuæði

  • 300 gr gróft saxað súkkulaði – nota það sem þér finnst gott
  • 1 bolli kasúur eða aðrar saltaðar hnetur
  • 1 bolli pecan eða aðrar ferskar hnetur
  • 115 gr smjör
  • ½ bolli sykur
  • 2 msk sýróp (Lyle)

Dreifið súkkulaðibitunum á smjörpappír í ofnskúffu (tvöföld uppskrift fyllir nánast ofnskúffuna).

Blandið í potti: hnetur, smjöri, sykri og sýrópi. Hitið við vægan hita, hrærið vel á meðan smjör, sykur og sýróp bráðnar saman. Hækkið hitann og brúnið hneturnar vel í bræðingnum og hrærið stöðugt í. Þegar hræran er orðin vel heit er henni hellt yfir súkkulaðið og jafnað yfir. Látið harðna í frosti eða kæli og skerið síðan í grófa bita. Geymist best í kæli.

Til að prófa hvort karamellan sé passlega mikið soðin má hella smá dropa í kalt vatn. Ef hún harðnar í vatninu þá er hún tilbúin til að fara yfir súkkulaðið.

 

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s