Karamellusnittur

karamellusnitturKaramellusnittur eru dísætar, gamaldags smákökur. Það er einfalt að baka þær og þær eru ljúffengar með góðum kaffibolla. Mamma fór að baka þessar kökur fyrir nokkrum árum. Kannski hafði hún bakað þær þegur hún og ég vorum miklu yngri en þær höfðu þá fallið í gleymsku. Mér fannst þessar fallegu kökur heilmikil uppgötvun þegar ég smakkaði þær á fullorðinsárum og skemmtileg viðbót við smákökubakstur fyrir jólin.

Karamellusnittur

  • 200 gr smjör
  • 1 ¾ dl sykur
  • 1 msk sýróp
  • 2 tsk vanilla
  • 5 dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft

Hitið ofninn í 175°C.

Hrærið vel saman smjör, sykur, sýróp og vanillu. Blandið hveiti og lyftidufti saman við og hnoðið. Leggið í 4 lengjur á ofnplötu og bakið í miðjum ofni. Takið kökurnar út úr ofninum og látið þær kólna aðeins áður en lengjurnar eru skornar í passlega stórar kökur, lengjur eða þríhyrnur.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s