Fyrir nokkrum árum gaf marsipan gerðin Odense út bæklinginn Odense jólafreistingar með uppskriftum að konfekti og öðru góðgæti. Þetta sama ár var ég í konfekt gerðarstuði og prófaði nokkrar uppskriftir úr bæklingnum. Þær voru allar ljúffengar.
Hér er ein af þessum uppskriftum, ljúffengir kirsuberjadropar. Það þarf að undirbúa þessa konfektgerð með því að leggja berin í bleyti. Svo er þetta smá vesen. En það er sannarlega þess virði því afraksturinn er ljúffengt lúxus konfekt.
Kirsuberjadropar
- 300 gr marsipan (ren rå marsipan)
- 1 krukka af kirsuberjum (25-30 ber)
- 200 gr dökkt súkkulaði, ég mæli með Odense súkkulaðihjúp dropum
Hellið leginum af kirsuberjunum í pott og sjóðið löginn þar til hann þykknar og verður eins og karamellubráð. Hrærið berjunum varlega saman við heitan löginn, hellið öllu á bökunarpappír og kælið. Skerið marsípanið í skífur og látið karamellubráð+1 kirsuber á hverja skífu. Brjótið marsípanið saman og myndið dropa. Hjúpið með bræddu súkkulaði.