Mokkasúkkulaði

mokkasukkuladiFyrir nokkrum árum gaf marsipan gerðin Odense út bæklinginn Odense jólafreistingar með uppskriftum að konfekti og öðru góðgæti. Þetta sama ár var ég í konfekt gerðarstuði og prófaði nokkrar uppskriftir úr bæklingnum. Þær voru allar ljúffengar.

Hér er ein af þessum uppskriftum, einfalt og ljúffengt súkkulaðikonfekt með sterkum kaffikeim.

Mokkasúkkulaði

  • 300 gr dökkt súkkulaði
  • 2 ½ dl rjómi
  • 50 gr heilar kaffibaunir
  • lítil álform

Setjið rjómann og heilu kaffibaunirnar í pott, hitið og látið malla í nokkrar mínútur. Sigtið baunirnar frá. Saxið súkkulaðið smátt. Hellið svo rjómanum út á saxaða súkkulaðið og hrærið saman í krem. Hellið í lítil álform og kælið.

Þetta konfekt er gott að frysta og bera fram ískalt. Þá er auðveldara að ná því úr formunum og bragðið nýtur sín vel.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s