Sítrónuhjörtu

sitronuhjortuSítrónuhjörtun eru fallegustu kökur sem ég hef bakað. Þær eru líka ljúffengar og góð tilbreyting við súkkulaðibitakökurnar um jólin. Uppskriftina fann ég í dönsku jólablaði. Yfirleitt þykja mér uppskriftir í útlenskum blöðum flóknar en þessi var nógu skýr til að ég þorði að prófa – og ég sé sko ekki eftir því.

Það er óþarfi að setja glassúr á kökurnar því þær eru ljúffengar einar sér. En bleikur glassúrinn er bara svo fallegur á litlum hjartakökum.

Sítrónuhjörtu

  • 250 gr hveiti
  • ½ tsk hjartarsalt
  • rifið hýði af 1 sítrónu
  • 125 gr smjör
  • 80 gr sykur
  • 1 egg
  • flórsykur og sólberjasafi (í glassúrinn)

Hitið ofninn í 200°C.

Blandið saman hveiti, hjartarsalti og sítrónuhýðinu. Myljið smjörið, sykurinn og eggið saman við og hnoðið saman í deigkúlu. Kælið yfir nótt. Skerið út deigið með smákökumótum (hjörtum eða öðru sem ykkur finnst sætt) og  raðið kökunum á bökunarplötur. Bakið í 8-10 mínútur.

Hrærið saman flórsykur og sólberjasafa (t.d. ribena). Smyrjið glassúrnum á kökurnar þegar þær hafa kólnað.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s