Hressum upp á ýsuna

tandooriÍ gær var föstudagskvöld, ég orðin blönk og ísskápurinn orðinn hrikalega fátæklegur. Ég átti afþiðna ýsu, uppskrift úr blaði og var búin að kaupa kryddbauk sem var það eina sem vantaði í fátæklegt búrið hjá mér til að geta nokkurn veginn fylgt uppskriftinni. Undursamlegir hlutir gerðust því til varð besti fiskréttur sem hér hefur verið borinn á borð í marga mánuði: frumlegur, bragðgóður og ótrúlega viðeigandi á föstudagskvöldi fjölskyldunnar. Þórkatla ömmubarn var í heimsókn og hún var líka mjög ánægð með matinn þótt hann sé bragðmikill og framandi. Rétturinn samanstendur af tandoori fiski, sætri kartöflumús og rauðlaukssalati.

Það var Önnu fiskur sem sló svona hressilega í gegn. Uppskriftina fann ég í blaðinu Reykjavík sem kemur í lúguna af og til. Í blaðinu er Andrea Guðmundsdóttir matgæðingur í Listaháskóla Íslands með matarpistil og ég hef tekið eftir spennandi hlutum í dálkinum hennar en aldrei áður komið mér í að prófa.

Tandoori fiskur

 • 1 kg þorskhnakkar (ég notaði ýsuflök í staðinn)
 • 1/2 bolli sojasósa
 • 1/2 bolli góð olía
 • hálfur bolli púðursykur
 • 1 1/2 msk. tandoori masala (þurrt krydd, t.d. frá Rajah eða Pottagöldrum)
 • 3 hvítlauksrif
 • engifer biti
 • 1 tsk. þurrkað basil
 • pipar og salt

Allt hráefnið (nema fiskurinn) sett í matvinnsluvél og maukað vel. Ég á reyndar ekki matvinnsluvél og notaði bara stórt mortél í staðinn. Fiskurinn er látinn liggja í kryddleginum í klukkutíma og síðan bakaður í ofni við 200°C í 10-15 mínútur (eftir því hvað bitarnir eru þykkir).

Sæt kartöflumús

 • 2 sætar kartöflur
 • 100 gr. smjör
 • 1 peli rjómi (það var enginn rjómi í tóma ísskápnum mínum en ég setti slump af rjómaosti í staðinn, það var líka mjög gott)
 • pipar og salt

Kartöflurnar skornar í smáa bita og allt hráefni sett saman í pott. Eldað við vægan hita þar til kartöflurnar eru soðnar. Hrærir reglulega og maukið kartöflurnar í pottinum þegar þær eru orðnar nógu mjúkar.

Rauðlaukssalat

 • 2 rauðlaukar sneiddir í þunnar sneiðar
 • 1/2 dl. edik
 • 2 msk hrásykur (ég notaði púðursykur í staðinn og það var mjög gott)
 • 1 msk. kúmen fræ
 • 1 dl. kasúur (ég átti þær ekki, salatið var samt gott)
 • ferskur kóríander (ég átti bara þurrt kóríander krydd en það gaf salatinu góðan keim)

Látið edik og sykur í pott og hitið þar til sykurinn er uppleystur. Hellið þessari karamellu yfir laukinn. Ristið kúmenfræ og kasúur og bætið út í. Grófsaxið hneturnar og kóríanderinn og blandið öllu vel saman.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s