Ferskt kjúklinga- og mangó salat

mango-chicken-saladFyrir nokkrum árum skrifaði kona að nafni Guðrún Jóhannsdóttir um matarmál í Fréttablaðið. Hún var meðal annars með snilldar dálk sem hét Eldað fyrir 4 undir 1000 krónum. Þessi uppskrift var reyndar ekki ein af þessum ódýru, kjúklingabringur og grænmetið kostar sitt. Enn þetta er mjög bragðgott salat og hefur gengið vel ofan í alla fjölskylduna.

Ferskt kjúklinga- og mangósalat

  • 3-4 kjúklingabringur, skornar í bita
  • blanda af iceberg og rukola í skál
  • 1 mangó, afhýtt og skorið í bita
  • maríneringin hér að neðan

Marínering:

  • safi og rifinn börkur af ½ sítrónu
  • 2 msk ólífuolía
  • 4 blöð fersk salvía
  • 1 msk þurrkað tarragon
  • 1 tsk fennelfræ
  • sjávarsalt og nýmalaður pipar

Marínerið kjúklingabringurnar í ½ – 1 klst. Grillið síðan kjötið eða steikið þar til þar til það er fulleldað.

Blandið saman í skál: salatinu, kjúklingi og mangó. Saltið og piprið og skvettið 2-3 msk af ólífuolíu yfir áður en salatið er borið fram.

Mjög bragðgott salat. Gott með nýbökuðu brauði og einhverju sparkling með.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s