Japanskt kjúklingasalat

japanskt-salatHér er uppskrift sem fór eins og sinueldur um saumaklúbbana – matarmikið og bragðgott kjúklingasalat. Það er er frumlegt hérna eru sósurnar og að nota ósoðnar núðlur til að gefa salatinu crispy áferð. Ég fékk uppskriftina frá Ástu Sölva sem er með mér í hinum metnaðarfulla klúbbi Heklunum. Ég veit reyndar ekki hvort Heklurnar eru meira sauma- eða matarklúbbur, enda skiptir það engu máli.

Einhvern tímann sá ég heimildamynd um bragðskyn mannsins og smekk fyrir mat. Þar kom fram að meðal þess sem manneskjur flokka sem afbragðsgóðan mat er matur sem blandar saman ólíkri áferð, t.d. mjúkri sósu og stökkri skel utan um. Konfekt molar eru fullkomið dæmi um þetta. En þegar við setjum hnetur eða steiktar núðlur út í salatið þá held ég að við gerum það lystugra af þessari sömu ástæðu.

Eva Laufey Kjaran á fallega matarblogg síðu og þaðan fékk ég lánaða myndina af salatinu.

Japanskt kjúklingasalat

 • ½ bolli olía 
 • ¼ bolli balsamik edik 
 • 2 msk. sykur 
 • 2 msk. soyjasósa 

Sjóðið saman í ca. 1 mínútu, kæla og hræra í á meðan það kólnar. Þessu er dreift yfir salatið þegar það er tilbúið til framreiðslu.

 • 1 pk. af instant núðlum 
 • 1 pk. möndluflögur eða heslihnetuflögur 
 • Sesamfræ 

Ristið þetta saman á pönnu í olíu, það tekur lengstan tímann að brúna núðlurnar, svo hneturnar og sesamfræin þurfa bara stuttan tíma. (Má bæta furuhnetum í, það er líka mjög gott)

 • 4 kjúklingabringur 
 • 1 fl. Sweet Hot Chilisósa 

Bringurnar eru skornar í strimla og snöggsteiktar í olíu, sweet hot chilisósu og látið malla í smá stund. Þegar kjúklingurinn er steiktur á hann það til að blotna mikið (þ.e. það rennur úr honum vökvi), gott ráð er að hella soðinu af áður en Sweet Hot Chili sósan er sett á pönnuna

 • 1 pk. Rukólasalat blanda (eða það salad sem þér finns best) 
 • Nýir íslenskir tómatar í sneiðum 
 • 1 mangó í teningum 
 • 1 rauðlaukur sneiddur 

Salatið er sett á fat og núðlublandan yfir og kjúklingastrimlunum raðað yfir.

Þetta er fullkomið í saumaklúbbinn, berið fram með góðu og köldu hvítvíni.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s