Mangó-karrý kjúklingur í sparifötunum

mango-spinachHér er ítarlegra tilbrigði við mangó-karrý kjúklinginn sem er fastur liður í borðhaldinu í Eskihlíð 8a. Hér er kjúklingurinn lagður á beð af spínati og sætum kartöflum, osti bættum ofan á. Já, ég veit, munnvatnsframleiðslan fer strax af stað. Þessi uppskrift fór eins og eldur í sinu um íslensk eldhús fyrir nokkrum misserum síðan en ég tók hana upp úr Fréttablaðinu. Helga Möller söngkona hafði gefið hana þangað. 

Mangó-karrý kjúklingur í sparifötunum

 • salt
 • pipar
 • olía
 • 2 stórar sætar kartöflur
 • 1 poki spínat
 • 3-4 kjúklingabringur
 • 2-3 hvítlauksrif, pressuð.
 • 1 tsk karrý
 • 1 krukka mangó chutney
 • ristaðar hentur/möndlur að vild
 • 2 lúkur af muldu ritz kexi (eða nachos eða öðru stökku kexi)
 • rifinn ostur
 • mulinn fetaostur

Hitið ofninn í 190°C.

Skerið sætu kartöflurnar í bita, setjið þær í smurt, eldfast form. Saltið, piprið og sáldrið olíu yfir, bakið í 30 mínútur. Skerið kjúklinginn í bita. Hitið olíu á pönnu og brúnið hvítlauk og karrý. Steikið kjúklinginn í smá stund, hellið mangó chutney yfir og slökkvið undir pönnunni.

Takið kartöflurnar út úr ofninum og dreifið spínatinu yfir og síðan kjúklingnum með mangó sósunni. Dreifið hnetum, kexi, feta og osti yfir og setjið inn í ofn í 20-30 mínútur.

Bragðmikill réttur borinn fram með soðnum hrísgrjónum og bragðgóðum drykk.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s