Mangó-karrý kjúklingur

mangocurryFyrir nokkrum árum gaf tengdamamma mér uppskriftabók sem Kvennasveitin Dagbjört á Suðurnesjum hafði gefið út í fjáröflunarskyni. Í bókinni voru bara uppskriftir að kjúklingaréttum og hér er einn þeirra, mangó-karrý kjúklingurinn. Þessi réttur er orðinn ómissandi hluti af heimilislífinu í Eskihlíð 8a. Það er einfalt að elda þetta og bragðið er dásamlegt. Við borðum þetta þegar okkur dettur ekkert annað í hug hversdags og við eldum þetta þegar við eigum von á gestum. Rétturinn passar bara við öll tækifæri.

Mangó-karrý kjúklingur

  • 5-6 kjúklingabringur
  • olía til steikingar
  • salt/pipar
  • 4 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 peli rjómi
  • ½ krukka mangó chutney
  • 1 msk karrý

Kjúklingurinn skorinn í bita og steiktur með salti og pipar. Hellið hvítlauk, rjóma, mangó chutney og karrý út á kjúklinginn og hrærið vel saman. Látið malla í 15 mínútur.

Borið fram með hrísgrjónum og tandoori brauði. Þegar ég á ekki mjúkt indverskt brauð þá skelli ég pappadums í örbylgjuofninn í 45-60 sekúndur, horfi á þær bólgna upp og ber fram með kjúklingnum. Það er líka örugglega mjög gott að krydda réttinn og skreyta með kóríander eins og sésta á myndinni, ég á það bara yfirleitt ekki til í ísskápnum.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s