Ostapasta, kjúklingur og sveppir

kjuklinga-pastaHvítlaukur, basil og kjúklingakraftur. Ef þú steikir kjúklinginn upp úr þessari kryddblöndu þá getur hann ekki klikkað og öllum finnst hann góður. Ég hef notað þessa uppskrift í barnaafmæli. Þá skar ég sveppina gróft svo það yrði auðvelt að kroppa þá úr fyrir þá sem vilja gefa öðrum sveppina sína.

Uppskriftina fann ég í kjúklingauppskriftabók sem dreift var í tölvupósti á netinu. Bókin var því miður ekki skráð á höfund en ég kann honum bestu þakkir fyrir.

Ostapasta með kjúklingi og sveppum

  • Pastaskrúfur, soðnar skv. leiðbeiningum
  • 2 kjúklingabringur
  • 150 gr sveppir
  • ½ l rjómi
  • 1 msk rjómaostur
  • salt og pipar
  • basil eftir smekk
  • kjúklingakraftur
  • hvítlauksolía

Sjóðið pastað.

Kjúklingabringurnar eru skornar í bita og steikar í hvítlauksolíu. Sveppir eru steikir með og krafti og kryddi bætt á pönnuna eftir smekk. Rjóminn er soðinn niður og rjómaosti bætt saman við. Þessu er hellt yfir soðið pastað.

Milt og bragðgott, í uppáhaldi hjá börnunum á heimilinu. Berið fram með hvítlauksbrauði, niðursneiddu grænmeti og drekkið banana bollu með.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s