Ostasósa með hvers kyns kjöti

osturIngveldur mágkona mín kann að gera dásamlegar sósur úr ostum. Ég hef reynt að læra af henni með því að fylgjast með henni í eldhúsinu en það hefur tekið mig langan tíma að skilja galdurinn. Þegar ég var að elda lambalærisneiðar í dag fyrir svanga stráka sem nenntu ekki að bíða lengi eftir matnum þá datt mér í hug að reyna við ostana og það gekk svona ljómandi vel. Ég notaði afganga úr ísskápnum og soð af kjötinu og úr varð bragðmikil sósa sem lífgaði upp á lambið.

Ostasósa með hvers kyns kjöti

  • 1/2 dós hvítlauks rjómaostur
  • 2 msk smurostur með papriku
  • 1 tsk lambakraftur (eða annars konar kraftur ef kjötið er annað en lamb)
  • soð af því kjöti sem verið er að steikja
  • 1-2 dl mjólk – þynnið sósuna að smekk

Hrærið allt efnið saman í potti yfir miðlungs hita á eldavélinni. Þynnið með mjólkinni þar til sósan passar ykkur.

Það má skipta út ostunum eftir smekk og því hvað til er í ísskápnum. Alltaf er hægt að smakka sósuna til með því að bæta kjöt- eða grænmetiskrafti í hana.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s