Peking önd

pekingduckPeking önd. Hvað get ég sagt. Þegar hún heppnast er hún besti matur í heimi en þegar hún heppnast ekki nógu vel þá getur hún verið hreint agaleg. Þessi uppskrift frá mömmu hjálpar manni að lenda réttu megin. En þetta er matur sem þarf að sinna af alúð, það er ekki hægt að flýta sér að matreiða þennan goðsagnakennda rétt.

Peking önd

Öndin:

  • 1,75 – 2,00 kg önd
  • 2 matskeiðar soya sósa
  • 2 matskeiðar dökkur púðursykur

Öndin sett á kaf í sjóðandi vatn í 2 mínútur, tekin uppúr og þerruð. Hengið öndina í herbergi þar sem loftar vel og hafið hana þar yfir nótt. Blandið soya sósu og púðursykri og penslið á öndina í nokkur skipti. Látið öndina hanga í a.m.k. 2 klst. þar til blandan er orðin þurr á öndinni. Það er í fínu lagi að láta hana hanga lengur, svo lengi sem hún er pensluð með sósunni reglulega. Leggið öndina á rist með ofnskúffu undir og steikið við 200°C í forhituðum ofni í 1 ½ klst. Passið að steikja ekki of lengi því þá verður kjötið leiðinlega þurrt.

Pönnukökurnar:

  • 500 gr hveiti
  • smá salt
  • 300 ml sjóðandi vatn
  • Sesame olía

Sigtið hveiti og salt í skál. Hrærið vatninu rólega saman við og blandið saman þar til náðst hefur stíft deig. Hnoðið degið og gerið 5 cm þykka rúllu. Skerið rúlluna í 1 cm þykkar sneiðar og rúllið þær í þunnar pönnukökur. Penslið aðra hliðina með sesam olíu og leggið þær saman tvær og tvær.

Setjið pönnu með engri feiti á yfir hita. Þegar pannan er orðin heit er hitinn aðeins lækkaður og pönnukökurnar settar á í samloku. Þegar pönnukökurnar blása upp er samlokunni snúið við og hin hliðin steikt. Þegar þær eru steiktar eru þær teknar í sundur og brotnar í helminga. Leggið á volgt fat og álpappír yfir svo þær þorni ekki.

Framreiðsla

  • vorlaukur skorinn í strimla
  • gúrka skorin í strimla
  • Hoi sin sósa

Leggið niðurskorið kjöt, pönnukökur, gúrku, vorlauk og Hoi sin á borðið.  Matargestir laga sjálfir á diskana hjá sér og raða kjöti, grænmeti og sósu inn í pönnukökurnar.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s